„Ég hef verið að dunda mér í þessum túristabransa síðastliðin fjögur ár, þetta er svo skemmtilegt,“ segir Sigurþór Marteinn, framkvæmdastjóri og eigandi útgáfu- og vefmiðlafyrirtækisins My Destination Reykjavík . Hann segist í samtali við vb.is hafa fundið

Sigurþór Marteinn
Sigurþór Marteinn

sterklega fyrir fjölgun ferðamanna hér og auknum áhuga útlendinga á Íslandi. Til marks um það hafi heimsóknum á vefsíðu My Destionation Reykjavík fjölgað um 60% það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra.

Sigurþór falaðist eftir kaupum á tímaritinu What's on in Reykjavík í lok síðasta árs og keypti það svo í nýliðnum mánuði. Útgáfufélagið Heimur hafði þá átt tímaritið í áratug. Undir útgáfuhatti Heims eru fjögur rótgróin tímarit: Frjáls verslun, Ský, Atlantica og Iceland Review.

Keypti dverg - er nú hluti af stórfyrirtæki

My Destination er í grunninn breskt fyrirtæki sem selur vörumerki fyrir notkun þess til annarra landa. Fyrirtækið heldur utan um My Destination-vefsíðurnar en staðbundnar skrifstofur, s.s. hér á landi, búa til efnið. Hann segir fyrirtækið ytra hafa verið fremur lítið þegar hann tryggði sér vörumerkið fyrir Reykjavík fyrir fjórum árum. Síðan þá hefur það stækkað mikið og starfsmennirnir á milli 40 og 50. Markaðsstarf My Destionation-keðjunnar fer nú fram í London og er hönnunin á Marbella á Spáni. Sigurþór segir þetta fyrirkomulag henta mjög vel smærri fyrirtækjum enda liggi oft mikill kostnaður í uppsetningu á vefsíðu og rekstri tölvukerfis. Allt það utanumhald fer hins vegar fram ytra.

Ferðamannatímarit í burstabæ í borginni

Sigurþór segir kaupin á What's on in Reykjavík lið í að styrkja starfsemi My Destion Reykjavík og gera vefsíðuna sýnilegri á erlendum vettvangi. What's on in Reykjavík er mánaðartímarit og prentað í 10 til 15 þúsund eintökum hverju sinni. Tímaritinu er svo dreift á helstu staði í borginni.

Skrifstofa My Destination Reykjavík er í burstabænum Þóroddsstöðum í Skaftahlíðinni í Reykjavík. Fastir starfsmenn eru þrír og lausráðnir starfsmenn kallaðir til fyrir einstök verkefni.

Þegar Sigurþór er spurður að því hver verði ritstjóri What's on in Reykjavík svarar hann:

„Við höfum ekki farið í þann slag. Þótt ég sé eigandinn þá vinnum við þetta allt í sameiningu.“

Hér má sjá skjáskot af forsíðu My Destination Reykjavík.

MyDestination.
MyDestination.