Actavis Group hefur í dag gert skipulagsbreytingar á einu af sölusviðum sínum, Sölu á eigin vörumerkjum og nýr framkvæmdastjóri sviðsins hefur verið ráðinn. Markmið breytinganna er m.a. að stjórnun sviðsins verði í höfuðstöðvum félagsins á Íslandi.

Sigurður Óli Ólafsson, sem verið hefur framkvæmdarstjóri Fyrirtækjaþróunar, verður framkvæmdastjóri Sölu og markaðssviðs eigin vörumerkja frá og með 1 september nk.

Sigurður mun bera ábyrgð á stjórnun sviðsins, kaupum á markaðs- og einkaleyfum og markaðsgreiningum samstæðunnar. Hann kom til starfa hjá Actavis árið 2003 eftir að hafa starfað hjá Pfizer í Bretlandi frá 1998 og síðar Pfizer í Bandaríkjunum 2001-2003. Áður en Sigurður hóf störf hjá Pfizer var hann markaðsstjóri og síðar lyfjaþróunarstjóri hjá Omega Farma (nú Actavis). Sigurður er fæddur árið 1968 og er lyfjafræðingur frá Háskóla Íslands.

Per Edelmann, sem hefur verið framkvæmdastjóri sviðsins, mun láta af störfum frá og með 1. september nk.

Verkefni og ábyrgðarsvið Fyrirtækjaþróunar munu færast til Sölu og markaðssviðs, Þróunarsviðs og Fjármálasviðs.