Samþykkt var á aðalfundi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað á föstudag í síðustu viku að greiða hluthöfum hennar tvo milljarða króna í arð vegna afkomunnar í fyrra. Hagnaður fyrirtækisins nam 5,6 milljörðum króna borið saman við um sjö milljarða árið 2012. Til samanburðar var samþykkt í fyrra að greiða hluthöfum 30% í arð af hagnaði. Það jafngilti um 2,1 milljarði króna í arð.

Samherji á 45% hlut í Síldarvinnslunni og fær samkvæmt því um 900 milljónir króna í arð. Það er álíka mikið og í fyrra.

Aðrir eigendur eru Gjögur ehf með 35% hlut og Samvinnufélag útgerðarmanna með 11% eignarhlut.