Síminn er stærsta símafyrirtækið á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar. Vodafone er næststærsta fyrirtækið og í þriðja sæti kemur Nova. Síminn er einnig stærsta farsímafyrirtækið en Nova er annað stærsta farsímafyrirtækið og stærra á þeim markaði en Vodafone.

Síminn er með 36,6% markaðshlutdeild þegar mældur er heildarfjöldi mínútna úr farsímum, Nova er með 34,1%, Vodafone með 24,4 og Tal er með 4,6%. Bæði Síminn og Vodafone reka talsímaþjónustu, farsímaþjónustu, internetþjónustu og breiðbandssjónvarp. Nova rekur hins vegar einungis farsímaþjónustu. Tal endurselur bæði talsímaþjónustu og farsímaþjónustu auk internetþjónustu. Póst- og fjarskiptastofnun birtir skýrslu um farsímamarkaðinn á á sex mánaða fresti.