Sir Philip Green, sem þekktastur er hér á landi sem fyrrverandi viðskiptafélagi Baugs, ætlar að loka allt að 260 Arcadia-verslunum á næstu þremur árum. Rekstrartap, Taveta Investments, félags Green sem meðal annars á fataverslanirnar Top Shop, Evans, Dorothy Perkins og Miss Selfridge, nam 120 milljónum punda, jafnvirði rúmra 22 milljarða króna, á fyrstu átta mánuðum ársins.

Philip Green.
Philip Green.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Í breska viðskiptablaðinu Financial Times í dag kemur fram að velta verslana Green hafi fari úr 2,78 milljörðum punda á fyrstu átta mánuðum síðasta árs í 2,68 milljarða núna.

Rekstrarhagnaður fyrir óreglulega liði hafi dregist saman um helming, farið úr 213 milljónum punda í 133 milljónir.

Blaðið hefur eftir Green að aðstæður séu einkum erfiðar í breskri smásölu um þessar mundir. Þá hafi það truflað verslun með vetrarklæðnað að óvenju gott veður var í október og nóvember

Arcadia rekur 2.507 verslanir víða um Bretland. Sextíu hefur verið lokað á árinu.

Topshop
Topshop