*

þriðjudagur, 25. febrúar 2020
Erlent 25. janúar 2020 16:01

Sjálfstraust og svartsýni

Það er eftirtektarvert í mörgum könnunum, að fólk er svartsýnna á ástandið almennt en um eigin kringumstæður.

Ritstjórn

Það er eftirtektarvert í mörgum könnunum, að fólk er svartsýnna á ástandið almennt en um eigin kringumstæður. Hugsanlega vilja menn bera sig vel, en svo þekkja þeir líka betur til eigin aðstæðna. Þetta virðist líka eiga við um stjórnendur hjá fjölmiðlum í 32 löndum, sem Reuters-stofnunin spurði um komandi ár. Þar er mikill munur á tiltrú á eigin miðli og annarra.

Rannsóknin leiddi í ljós áhyggjur af erindi og afkomu almannamiðlanna svonefndu, en það á einnig við um stjórnendur þeirra. Þeir telja línulega dagskrá dauðadæmda og að dalandi áhorfi verði trauðla snúið við í samkeppni við Netflix og félaga.