Starfsmannaveltan hefur aukist töluvert að undanförnu,“ segir Ari Fenger, forstjóri 1912 ehf. og formaður Viðskiptaráðs. „Við erum að koma út úr sérstökum tíma heimsfaraldurs þar sem starfsmannavelta var mjög lág í einkageiranum, fyrir utan þá geira þar sem fyrirtækin neyddust til að segja upp fólki.“

Í faraldrinum fór atvinnuleysi hæst í 17,8% í apríl 2020 að meðtöldum þeim sem voru á hlutabótum. Sé horft fram hjá hlutabótum reis atvinnuleysi hæst í 11,6% í janúar árið 2021. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunnar var atvinnuleysið 4,5% í nýliðnum aprílmánuði, sem er lægra en í mánuðunum fyrir faraldur.

Á sama tíma er eftirspurn eftir vinnuafli meiri en oft áður. Samkvæmt vorkönnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins vilja 39% stjórnenda fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum en aðeins 9% vilja fækka. Auk þess hefur hlutfall fyrirtækja, sem telur skort vera á starfsfólki, aukist mikið frá upphafi árs 2021 þegar það var í lágmarki.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði