Í gær voru liðin nákvæmlega sjö ár frá því að Steve Jobs, þáverandi forstjóri Apple, kynnti iPhone símann til sögunnar.  Greint var frá þessari nýju uppfinningu samdægurs í Wall Street Journal.

Í frétt Wall Street Journal var sagt frá því að spurnir af nýja símanum hefðu haft mikil áhrif á markaðinn og hlutabréf í Apple hefðu rokið upp í verði.

Í grein Wall Street Journal var líka sagt frá því að nýja tækið kostaði 599 dali. Hægt væri að nota það til að hringja, skoða vefsíður og senda tölvupóst.