Sjóður á vegum Stefnis, dótturfélags Arion banka,  keypti í gær 5 milljónir hluta í TM, en tæplega sex prósent hlutur í TM var seldur í útboði sem fram fór í gær. Hluturinn, sem var alls um 1,3 milljarða virði, seldist allur í útboðinu.

Í flöggun sem Stefnir sendi Kauphöll Íslands kemur ekki fram hvert kaupverðið var. En sé miðað við vegið meðalgengi samþykktra tilboða í útboðinu, sem var 31,86 krónur á hlut, má reikna með því að verðmæti hlutarins sé 159 milljón króna virði.