Titringur er meðal rótgróinna stjórnmálaflokka í Þýskalandi í kjölfar góðs gengis hins unga stjórnmálaflokks Sjóræningjaflokksins í svæðisbundnum kosningum til þýska þingsins.

Flokkurinn barðist upphaflega eingöngu fyrir málefnum tengdum frelsi og aðgengi að upplýsingum á internetinu. Stefnuskrá flokksins hefur undanfarið verið mótuð frekar og segir hin 22 ára Jasmin Maurer, einn stjórnenda flokksins, hann einnig standa fyrir áherslu á mannréttindi, aukið lýðræði og gagnsæi.

Flokkurinn fékk 8,9% atkvæða í Berlín sem var mun meira en Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel kanslara, sem fengu 1,2% atkvæða.