Bretar hefðu getað fjármagnað Ólympíuleikana í London með þeim skatttekjum sem ríkissjóður verður af vegna skattasmuga í lagaumgjörð um virðisaukaskatt þar í landi samkvæmt frétt The Guardian. Um er að ræða tekjutap ríkissjóðs á virðisaukaskatti í tilfelli fyrirtækja sem selja svokallaðar stafrænar þjónustur. Fyrirtækið Amazon er meðal annars nafngreint í umfjöllum The Guardian.

Í skýrslu Greenwich Consulting kemur fram að tapa ríkissjóðs nemi um 10 milljörðum punda, um 2.000 milljarðar íslenskra króna, á árunum 2008 til 2014 en áætlað er að Ólympíuleikarnir hafi kostað um 9 milljarða punda. Skýrslan þykir þrýsta enn fremur á George Osborne fjármálaráðherra um að loka á skattasmugur sem alþjóðleg fyrirtæki hafa geta nýtt sér.