Afnema á ríkisábyrgð á Íbúðalánasjóði þegar fjármál heimilanna eru aftur komin í jafnvægi og draga þannig úr hvata til aukinna skuldsetningar. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu OECD um efnahagsmál á Íslandi 2013. Íbúðalánasjóður er þar meðal annars til umfjöllunar. Eins og bent er á í skýrslunni og komið hefur fram í nýrri rannsóknarskýrslu Alþingis um Íbúðalánasjóð hefur lengi verið bent á mikilvægi þess að breyta rekstri OECD - jafnt af innlendum og erlendum greiningaraðilum.

Auk ábendinga um Íbúðalánsjóð gagnrýnir OECD áform um flata niðurfellingu skulda heimila og tekur undir varúðarorð Seðlabanka Íslands um þær hugmyndir.

Nánar er fjallað um skýrslu OECD um efnahagsmál á Íslandi 2013 í ítarlegri úttekt í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.