Danska efnahagsbrotalögreglan hefur fryst bankareikninga með um 1,7 milljarði danskra króna, um 35 milljarða íslenskra króna, í eigu aðila sem taldir eru hafa svikið fé út úr danska ríkinu. Þetta kemur fram á vef danska viðskiptablaðsins Börsen.

Um 2.000 mál eru til rannsóknar þar sem erlendir aðilar eru taldir hafa látist eiga bréf í dönskum hlutafélögum. Þau hafi sýnt fram á það með gögnum gagnvart danska skattinum og fengið skattinn af arðinum „endurgreiddan“. Viðskiptablaðið fjallaði um málið í lok ágúst.

Danska lögreglan réðist í dag inn í 12 félög skráð í Englandi, í samstarfi við bresk lögregluyfirvöld.

Aðgerðin í dag er hluti af tilraun lögreglunnar að ná til baka um 6,2 milljarði danskra króna, jafnvirði 122 milljarða íslenskra króna, sem talið er að erlendu aðilarnir hafi svikið frá danska ríkinu á árunum 2012-2015.

Danirnir munu halda áfram að eiga samstarf við erlend lögregluyfirvöld í málinu en telja ósennilegt að ná allri fjárhæðinni til baka.