Um verslunarmannahelgina verður Evrópumótið í mýrarbolta haldið inni í Tungudal við Ísafjörð. Þetta skemmtilega fótboltamót fór fram í fyrsta sinn fyrir fjórum árum en er nú orðið að árvissum viðburði sem vex hratt og örugglega.

„Árið 2004 fórum við tveir félagar til Finnlands á heimsmeistaramótið í mýrarbolta. Þar spiluðum við með sænska og skoska landsliðinu og skemmtum okkur svo vel að við ákváðum að endurtaka leikinn hér heima. Við rétt náðum að skrapa saman í þrjú lið en menn kristnuðust svo hressilega að síðan hefur ekki verið mikið mál að fá menn til að vera með. Þátttakendur í Evrópumótinu koma allsstaðar af landinu og líka utan úr heimi,“ segir Jóhann Bæring Gunnarsson, aðalritari Mýrarboltafélags Íslands.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í sérblaði um Vestfirði sem fylgir með Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .