Gamli Landsbankinn seldi hlut sinn í Icelandair Group sl. föstudag. Stærstu kaupendur voru Lífeyrissjóður verslunarmanna (LV) og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR).Gengi bréfanna í viðskiptunum var 4,3 krónur á hlut.

Fyrir viðskiptin átti Landsbankinn 4,77% í félaginu. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins keypti 1,19% hlut í félaginu og á eftir viðskipting 6,03%. Lífeyrissjóður verslunarmanna keypti 2,4% hlut og á eftir viðskiptin 12,07%.

Stærstu hluthafar í Icelandair Group eru Framtakssjóður Íslands sem á um 30% af hlutafé og Íslandsbanki sem heldur um 20% hlut. Lífeyrissjóðirnir tveir, LV og LSR, koma þar á eftir.