Skipasmíðastöð Njarðvíkur er 70 ára í dag. Hún er eitt elsta iðnfyrirtækið á Suðurnesjum.

Samkvæmt frétt Víkurfrétta hefur félagið starfað á sömu kennitölunni frá stofnun og hefur alltaf verið með starfsstöð við Sjávargötu 6-12 í Njarðvík.´

8 stofnendur

Stofnendur Skipasmíðastöðvarinnar voru tíu. Þeir voru Stefán Sigurvinsson, Bjarni Einarsson, Stefán Þorvarðarson, Bjarni Bergsson, Friðrik Valdimarsson, Sigurjón Guðmundsson, Oddbergur Eiríksson og Óskar Kristjánsson.

Ritgerð um stöðina

Árni Jóhannsson skrifaði BA ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands um sögu Skipasmíðastöðvarinnar. Þar segir m.a.

Skipasmíðar hafa [því] verið mikilvægar fyrir Suðurnesjamenn en til eru heimildir í Alþingisbókum, að á svæðinu hafi verið stunduð nokkur skipasmíði í kringum 1655.1 Þá eru til sögur af bátasmiðum á Suðurnesjum allt frá miðbiki 18. aldar, þá sérstaklega í Höfnum og Garðinum, en þar var um að ræða árabáta, sex-, átt- og teinæringa.2 Þegar vélbátaútgerð hófst á fyrstu áratugum 20. aldarinnar urðu árabátarnir fljótlega. Við þessa breytingu sköpuðust nýjar atvinnugreinar í þjónustu við sjávarútveginn.3 Ein af þeim atvinnugreinum var viðgerðarþjónusta fyrir bátana með búnaði til að taka bátana upp og láta þá standa á hliðarfærslugörðum í staðinn fyrir að standa upp í fjöru.4 Árið 1935 voru tvær skipasmíðastöðvar stofnaðar á Suðurnesjum sem veittu slíka þjónustu en það voru Dráttarbraut Keflavíkur h.f. og Skipasmíðastöð Eggerts Jónssonar.5 Síðarnefnda stöðin var síðan forveri Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur sem stofnuð var tíu árum síðar.