*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 16. maí 2013 13:29

Skipt um stjórn hjá DV

Þrír stjórnarmenn DV eru hættir í stjórninni og nýr stjórnarformaður hefur tekið við.

Ritstjórn
Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Kú og fv. stjórnarformaður DV.
Aðsend mynd

Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Kú, hefur sagt sig úr stjórn DV og um leið stjórnarformennsku í félaginu.

„Maður hefur takmarkaða orku til að standa sjálfur í rekstri og bjarga um leið öðru fyrirtæki,“ segir Ólafur í samtali við Viðskiptablaðið.

„Það hefur tekist að snúa rekstri DV við og það horfir til betri tíma hjá félaginu.“

Ólafur á tæplega 6% hlut í DV en aðspurður segist hann gera ráð fyrir því að selja hann á einhverjum tímapunkti. Lilja Skaftadóttir Hjartar og Eiríkur Grímsson hættu jafnframt í stjórninni.

Þorsteinn Guðnason er nýr stjórnarformaður DV en hann á um 9% hlut í félaginu. Þau Elín Guðrún Ragnarsdóttir, bókaútgefandi og fv. framkvæmdastjóri Birtings, Guðmundur Jón Sigurðsson, eigandi Meiriháttar ehf., Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, blaðamaður DV og Reynir Traustason, ritstjóri DV skipa nú stjórn ásamt Þorsteini.

Stikkorð: DV Ólafur M. Magnússon