*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 23. janúar 2017 10:53

Skipta upp innanríkisráðuneytinu

Sigríður Á. Andersen, staðfestir að ákveðið hefur verið að skipta upp ráðuneyti innanríkismála í tvö aðskilin ráðuneyti.

Ritstjórn
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.
Haraldur Guðjónsson

Tekin hefur verið ákvörðun um það að fjölga ráðuneytum í ríkisstjórn Íslands, því verða þau níu í stað átta eins og staðan er nú. Ráðuneyti innanríkismála verður skipt upp í tvö aðskilin ráðuneyti. Þetta staðfestir Sigríður Á. Andersen í viðtali við Morgunblaðið.

Málið var kynnt á fundi með starfsmönnum innanríkisráðuneytisins undir lok síðustu viku. Nú hefur verið settur starfshópur um framkvæmdina og að sögn Sigríðar, þarf sú vinna ekki að taka langan tíma. Það liggi þó fyrir að hvort ráðuneytið fyrir sig verði með sinn ráðuneytisstjóra. Sigríður tekur jafnframt fram að markmiðið sé fyrst og fremst að skerpa sýn á viðfangsefni málaflokkana, hvors um sig.