Skipti, móðurfélag Símans, er eitt af sjö fyrirtækjum sem fær að komast í bækur slóvenska fjarskiptafyrirtækisins Telekom Slovenije, en íslenska félagið hefur hug á að kaupa 49,13% hlut af slóvenska ríkinu; sem á 74,13% hlut. 15 fyrirtæki sóttu um að fá gögn varðandi einkavæðingu félagsins í september, tólf lögðu fram óskuldbindandi tilboð í nóvember en eftir standa sjö félög.

Sjá forsíðufrétt Viðskiptablaðsins.