Skiptum er lokið á félaginu Stálvík ehf. en alls námu lýstar kröfur um 38 milljónum króna samkvæmt tilkynningu sem birtist í Lögbirtingarblaðinu í dag. Engar eignir fundust í búinu og því fékkst ekkert upp í greiddar kröfur.

Félagið var skráð á Gunnar Rúnar Gunnarsson en fjallað var hann í sjónvarpsþættinum Brestir. Umræðuefnið þá var um svokallaða útfararstjóra, en það eru menn sem leppa einkahlutafélög sem er á leið í þrot og koma þannig fyrri eigendum félaganna frá því að nöfn þeirra verði tengd við gjaldþrotið. Í þættinum var bent á að Gunnar, ásamt öðrum manni, hefði tekið yfir rekstri þriggja einkahlutafélaga sem voru lýst gjaldþrota í apríl sl. en eitt þeirra var ofangreint Stálvík.

Gunnar var þó einn skráður fyrir Stálvík þegar það fór í þrot en skráð starfsemi félagisns var breytt stuttu fyrir þrot og þá sögð vera ferðaskipuleggjandi. Áður hafði starfsemi félagsins verið skráð sem bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðis .