Yamaha á Íslandi var með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur tekið til gjaldþrotaskipta 20. júní 2012 og skiptum lauk á búinu 12. október síðastliðinn. Lýstar kröfur námu tæpum 129 milljónum króna og útgreiðslur úr þrotabúinu námu 1,9 milljónum króna.

Yamaha á Íslandi var í eigu Bergeyjar eignarhaldsfélags en Bergey var í eigu Vetrarmýrar. Vetrarmýri hét áður Smáey. Eigendur Vetrarmýrar eru þau Magnús Kristinsson og Lóa Skarphéðinsdóttir en Magnús var jafnframt framkvæmdastjóri félagins. Á síðasta ársreikningi sem Smáey skilaði árið 2008 skilaði félagið 44 milljarða tapi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.