Sænska fyrirtækið IKEA og verktakafyrirtækið Skanska hafa á undanförnum árum byggt ódýr hús á Norðurlöndunum og víðar. Nú á að kynna þessa byggingaraðferð fyrir íslenskum hagsmunaaðilum á húsnæðismarkaði.

Eygló Harðardóttir húsnæðismálaráðherra segist hafa kynnt sér þetta vel og skrifað töluvert um þessi hús. „Búið er að byggja þúsundir svona húsa. Þetta eru einingarhús, þar sem fermetrarnir eru nýttir vel og þar af leiðandi kosta þau minna í byggingu. Við erum að fara yfir það núna hvort þessu hús samrýmast þeim reglum sem gilda hér og hvað það er sem við þurfum að lagfæra ef þau gera það ekki. Ef það er hægt að byggja þessi hús í Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi og Bretlandi af hverju þá ekki hér?"

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .