Breska ríkisstjórnin er sögð hafa tekið saman lista yfir eignarhluti ríkisins í ýmsum fyrirtækjum sem stefnt er á að selja með skráningu á hlutabréfamarkað. Þar á meðal er 33% hlutur í fyrirtækinu Urenco, sem vinnur úran. Talið er að markaðsverðmæti hlutarins geti numið þremur milljörðum punda, jafnvirði rúmra 530 milljarða íslenskra króna.

Fram kemur í umfjöllun á vef breska dagblaðsins Guardian um málið, að stjórnvöld telji hlutabréfamarkaði vera að taka við sér eftir fjármálakreppuna og að tiltrú einstaklinga á markaðnum sé að aukast.

Guardian segir hlutabréf í Urenco í höndum þriggja landa. Þjóðverjar og Hollendingar halda utan um sinn hvorn þriðjungshlutinn. Þá er rifjað upp í blaðinu að sala á Urenco og fleiri hlutum ríkisins í fyrirtækjum fyrir um 16 milljarða punda hafi verið á borði ríkissstjórnar Gordon Brown. Málinu var slegið á frest þegar David Cameron sesti í stól forsætisráðherra í maí árið 2010.