Markaðsrannsókn Samkeppniseftirlitsins á eldsneytismarkaðnum gæti lokið með íþyngjandi aðgerðum gegn olíufélögunum. Of snemmt er hins vegar að fullyrða nokkuð í þeim efnum því rannsóknin er enn í fullum gangi. Upphaflega var stefnt að því að ljúka henni um mitt þetta ár en þeirri vinnu hefur seinkað og er nú stefnt að því að gefa út frummatsskýrslu á fyrri hluta næsta árs.

Rannsóknin hófst 5. júní í fyrra og hefur því staðið í rúmt ár. Rannsóknin tafðist eins og áður sagði en það var meðal annars vegna þess að upplýsingaöflun var umfangsmeiri en upphaflega hafði verið áætlað.

Skiptir máli fyrir heimilin

Á meðal þess sem Samkeppniseftirlitið er að skoða er hvort verðbreytingar á smásöluverði eldsneytis í kjölfar breytinga á innkaupsverði séu ósamhverfar, þ.e. að smásöluverð breytist ekki jafn mikið í kjölfar hækkunar og lækkunar á innkaupsverði.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.