Kona sem skrifaði upp á námslán fyrir son sinn hefur höfðað mál gegn Lánasjóði íslenskra námsmanna. Sonurinn stóð aldrei í skilum og því féll lánið á móðurina. Páll Rúnar Kristjánsson, lögmaður konunnar, segir lánasjóðinn hundsa samkomulag um sjálfskuldaábyrgðir, sem félagsmála- og viðskiptaráðherra undirrituðu árið 1998.  Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Ef dómur fellur konunni í hag segir Páll Rúnar að það muni þýða að „tugir ef ekki hundruð ábyrgðaraðila verða lausir undan þessum ábyrgðum og mun væntanlega hafa þær afleiðingar að þessi mál öll saman, þessi hörmungarsaga þessarar sjálfskuldarábyrgðar verður úr sögunni,“ sagði Páll Rúnar.