Farþegar á Kaupmannahafnarflugvelli geta frá og með 6. nóvember búist við því að skór þeirra verði skannaðir ef öryggishliðið lætur í sér heyra. Þetta kemur fram á vefnum Túristi.is.

Núna er það sérstaklega tekið fram á heimasíðu flugvallarins að skór farþega séu ekki skoðaðir en hér á Íslandi eru allir látnir fara úr skóm. Talsmaður Kaupmanna­ hafnarflugvallar segist búast við að aðeins 5% farþega verði látnir fara úr skóm og þetta verði gert til að mæta kröfum Evrópusambandsins.