Hvað varðar hlutabréfamarkaðinn segir Andri Guðmundsson, forstjóri H.F. Verðbréfa að fjölgun skráðra félaga frá hruni hafi verið í samræmi við hans væntingar og jafnvel meiri. „Við gerðum ráð fyrir að eitt félag yrði skráð á markað á árinu, Eimskip, en nú þegar Reginn hefur verið skráð er útlit fyrir að þau verði tvö. Þá voru Hagar skráðir á markað í desember í fyrra.“

Einhverjir hafa nefnt það að veltan hafi ekki aukist mikið þrátt fyrir viðbót Haga og Regins en Andri segir að athuga verði að ekki var um stórar fjárhæðir að ræða í samanburði við t.d. stærð marels og Össurar. „Það er því ekki undarlegt að veltan hafi ekki aukist mikið en það mun væntanlega breytast með aukinni breidd á markaðnum. Annars á markaðsvelta ekki að vera markmið í sjálfu sér. Aðalatriðið er að fjölga fjárfestingarkostum fyrir fjárfesta og sérstaklega lífeyrissjóði.“

Ítarlegt viðtal er við Andra í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.