Ekki verður af skráningu fasteignafélagsins Reita, stærsta fasteignafélags landsins, í Kauphöllina í vor eins og til stóð. Hún frestast þess í stað fram á haust. Fram kemur í Markaðnum , fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, að félagið hafi ekki enn gengið frá sátt við Seðlabankann vegna viðauka í samningum Reita við þýskan lánveitanda sem Seðlabankinn telur ganga gegn gjaldeyrislögum.

Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir í samtali við blaðið stöðuna þá að engar dagssetningar hafi verið ákveðnar og meti hann stöðuna svo að skráning geti orðið að veruleika eftir sumarið.

Reitir skuldar þýska bankann Hypothekenbank Frankfurt AG um 15 milljarða króna og gerði Seðlabankinn í desember árið 2012 athugasemdir við nokkra viðauka í þremur lánasamningum félagsins. Málið hefur ekki farið fyrir dómstóla og segir Guðjón að verið sé að reyna að ná sátt áður en svo fari.