Skuldatryggingaálagið á banka og fjármálafyrirtæki hefur snarhækkað á nýju ári. Mikil óvissa ríkir því um framhaldið, og þar með um fjármögnun banka sem reiða sig að miklu leyti á skuldabréfaútgáfu.

Markaðurinn er skrýtin skepna og það á vissulega líka við um markaðinn með skuldatryggingar. Hvað kemur það til að mynda rekstri íslensku bankanna við þótt Credit Suisse þurfi að afskrifa meira vegna skuldabréfavafninga, eins og greint var frá í vikunni? Í raun ekki neitt en samt varð þetta til þess að skuldatryggingaálag á íslensku bankanna snögghækkaði, eða um 20-40 punkta og meira en annarra banka. Skýringin er sú að álagið á evrópska banka snögghækkaði almennt og álagið á íslensku bankana hlutfallslega svipað, og þar sem það var afar hátt fyrir var hækkunin í punktum talin svona mikil   þá.

Þannig að segja má að markaðurinn allur hafi hliðrast til í þessari viku. En eftir því sem næst verður komist áttu sér þó ekki stað nein viðskipti með skuldatryggingar á bréf íslensku bankanna. Hvernig  má það þá vera?

Nánari umfjöllun um skuldatryggingaálag íslensku bankanna er að finna í Viðskiptablaðinu í dag. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .