BGE eignarhaldsfélag keypti hlutabréf í Baugi af nokkrum starfsmönnum sínum á árinu 2008 fyrir um 300 milljónir króna. BGE og Baugur eru bæði gjaldþrota og hlutabréfin sem keypt voru eru verðlaus.

Þrír stjórnendur Baugs, Jón Ásgeir Jóhannesson (fyrrv. aðaleigandi), Gunnar Sigurðsson (fyrrv. forstjóri) og Stefán Hilmarsson (fyrrv. aðstoðarforstjóri) áttu samtals 72% hlut í BGE. Því er ljóst að þorri umræddra lána hefur runnið til þeirra þriggja.

Til viðbótar við þau lán skuldar BGE þrotabúi Baugs rúman 1,1 milljarð króna samkvæmt ársreikningi ársins 2008.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .