Skuldabréf Kaupþings hafa rokið upp undanfarna daga og seljast nú á 14 til 15% verðmæti eða 14 til 15 sent á dollar. Lengst af var varð bréfanna 3 til 4 sent á dollar en hefur hækkað upp í  7 til 8 sent þar til það fór að rjúka upp í núverandi verð.

Eftir því sem komist verður næst hafa verið talsverð viðskipti með bréfin undanfarið en vangaveltur hafa verið um að samsetning kröfuhafahóps Kaupþings sé að breytast. Um leið og verð skuldabréfa Kaupþings hefa verið að hækka hafa bréf Glitnis sömuleiðis hækkað en bréf Landsbankans eru alveg dauð enda ljóst að ekki mun einu sinni koma upp í forgangskröfur.

Rætt hefur verið um að kröfuhafar Kaupþings muni taka yfir Nýja Kaupþing og bankinn verði í þeirra eigu. Það myndi hafa talsverð áhrif á bankalandslagið hér á landi og hugsanlegt er að kröfuhafahópurinn leggi eigni áherslu á að fá yfirráð yfir danska bankanum FIH en það er óstaðfest. Sem kunnugt er á Seðlabankinn veð í eignum FIH.