Fjárfestar í Bandaríkjunum hafa ákveðið að framlengja ekki skuldabréf, sem gefin eru út af Landsbanka Íslands, að virði 200 milljónir Bandaríkjadala, samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins.

Heildarútgáfa Landsbankans af þessari tegund skuldabréfa, sem seld eru til bandarískra peningmarkaðssjóða, nemur 700 milljónum Bandaríkjadölum, sem samsvarar rúmlega 52 milljörðum króna.