Fyrstu verkefni þingsins á vormánuðum verða augljóslega að klára afgreiðslu skuldaleiðréttinganna og hrinda þeim í framkvæmd segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv. Alþingi kemur saman á þriðjudaginn eftir jólaleyfi. Þingið í vor verður styttra en venjulega vegna sveitarstjórnarkosninga í maí.

Sigmundur Davíð segir að meirihlutinn muni leggja áherslu á að afgreiða frumvörp tengd skuldaniðurfellingum en þar að auki eru tillögur um afnám verðtryggingar væntanlegar síðar í mánuðinum. Hann vonast eftir að afgreiðsla þessara mála taki of langan tíma í þinginu.