Bloomberg fréttaveitan greindi frá því í gær að skuldatryggingaálag Kaupþings, Landsbankans og Glitnis hafi hækkað í vikunni og hafi aldrei verið jafn hátt.

Samkvæmt fréttinni hækkaði skuldatryggingaálag Kaupþings um 22 punkta upp í 855 punkta og Glitnis um 93 punkta, upp í 850 punkta. Álag Landsbankans hækkaði um 27 punkta og er 631 punktar. Þetta er um sjö sinnum hærra álag en er á meðalbanka í Evrópu.

Haft er eftir talsmönnum bankanna í fréttinni að þeir eigi ekki í vandræðum með lausafé og að engin áform séu uppi um að grípa til aðgerða við fjármögnun hjá bönkunum á næstunni.