Skuldatryggingar á hina þjóðnýttu viðskiptabanka Glitni, Kaupþing og Landsbankann fyrir 71 milljarða dollara eru komin í vanskil og fara á uppboð í næstu viku, að því er segir í frétt Reuters.

Þegar litið er nettó á stóra aðila sem bæði keyptu og seldu skuldatryggingar bankanna, fer raunverulega áhættan vegna bréfanna niður í 14,8 milljarða dollara, segir í fréttinni.

Fjárfestar kaupa skuldatryggingar á skuldabréf til þess verjast því að þau fari í vanskil, líkt og nafnið gefur til kynna.

Þegar tryggðar skuldir fara í vanskil, þurfa skuldatryggjendur reiða fram þá fjárhæð sem tryggt er fyrir en fá í staðinn vanskilaskuldina eða fjármuni sem ákvarðaðir voru af uppboði, líkt og áður var nefnt.

Skuldatryggingar fyrir 34,3 milljarða eru útistandandi á Kaupþing, 18,5 milljarða á Glitni og 34,3 milljarða á Kaupþing.

Uppboðið fyrir Landsbankann er 4. nóvember,  daginn eftir kemur röðin að Glitni og svo 6. Nóvember hjá Kaupþingi.