evrur
evrur
© None (None)
Skuldatryggingarálag evruríkja í vanda hefur hækkað í morgun. Álag á fimm ára ríkisskuldabréf í evrum stendur nú í 2.467 punktum (+32) í Grikklandi, 1.166 (+33,5) á Írlandi, 1.181 (+36,6) á Portúgal, 318 á Ítalíu og 362 (+15,6) á Spáni af því er fram kemur í greiningarefni IFS.

Til samanburðar stendur álagið á fimm ára íslenskum dollaraskuldabréfum ríkissjóðs í 255 punktum. Álagið á Íslandi hefur þó hækkað um 15 punkta frá föstudeginum 15.júlí en þá stóð það í 240 punktum.