Fyrirtæki í Afríku, Ástralíu og Suður og Mið Ameríku eru farin að finna fyrir skuldavandanum í Evrópu. Lántökur fyrirtækja í þessum heimsálfum eiga erfiðara með að fá lán og þurfa að greiða hærri vexti. Eykur þetta enn þrýsting á hagkerfin. Þetta kemur fram í Wall Street Journal.

Evrópskir bankar höfðu aukið gríðarlega lánveitingar til ný markaða og voru meðal stærstu erlendra lánveitenda í þessum löndum. Samdráttur í lánveitingum hefur áhrif á mörgum mörkuðum, allt frá flugvélaiðnaðinum til fjölmiðla. Þrengingar í hagkerfum þessara landa hafa nú þegar fundið fyrir minni eftirspurn eftir framleiðslu þeirra.

Hér má lesa grein Wall Street Journal.