Hreinar skuldir borgarsjóðs lækkuðu á síðasta ári um 1.484 milljónir króna og eignirnar jukust um 2,8 milljarða, samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar.

Rekstur málaflokka var 1,2 milljörðum króna undir ráðstöfunarheimildum en hækkun lífeyrisskuldbindinga var 1,3 milljarði umfram áætlun.

Heildarskuldir lækkuðu um 605 milljónir króna en auknar peningalegar eignir gera það að verkum að hreinar skuldir lækka úr 6,6 milljörðum króna í 5,1 milljarð, segir í tilkynningu.