Skuldir Breska ríkisins hafa nú farið yfir 2.000 milljarða punda í fyrsta sinn og hafa fjórfaldast síðan árið 2006. Ástæðuna má meðal annars rekja til heimsfaraldursins en skuldir hafa þó verið að aukast af talsverðum hraða allt frá fjármálakreppunni árið 2008.

Skuldir ríkisins nema nú rétt rúmlega vergri landsframleiðsla þjóðarinnar og er það í fyrsta sinn sem það gerist síðan árið 1960-61. Lán ríkisins í júlímánuði síðastliðnum nam tæplega 27 milljörðum punda.

Haft er eftir fjármálaráðherra Bretlands, Rishi Sunak, að núverandi skuldastaða sýna að ríkið verði að ná sjálfbærri skuldastöðu á ný sem mun krefjast erfiðra ákvarðana. Breska ríkið hefur fengið um 150 milljarða í láni það sem af er ári sem er sambærileg fjárhæð og fyrir allt árið 2009-10 í kjölfar fjármálaáfallsins. Umfjöllun á vef BBC.