Trúnaðarbrestur hefur komið upp á milli Skúla Bjarnason, lögmanns og skjólstæðings hans, Gunnars Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins og hafa leiðir skilið.

Í yfirlýsingu frá Skúla kemur fram að nýjar upplýsingar sem hafi komið fram í uppsagnarbréfi Gunnars hafi komið sér í opna skjöldu og sett málið í nýjan farveg.

„Gunnar verður sjálfur að gefa skýringar á sínum þætti og er honum óskað velfarnaðar í framtíðinni,“ er haft eftir Skúla.