Skúli Þorvaldsson fjárfestir, sem kenndur er við Hótel Holt, hefur krafist þess að frystingu sérstaks saksóknara á milljarða eignum sínum og félaga sinna í Lúxemborg verði aflétt. Þessu greinir RÚV frá.

Árið 2011, í tenglsum við rannsókn sérstaks saksóknara, voru eignum að jafnvirði um sjö milljarða króna í eigu skúla og félaga hans fryst í Lúxemborg.

Sérstakur saksóknari ákærði í júní þrjá Kaupþingsmenn fyrir fjárdrátt og önnur auðgunarbrot. Þá var Skúli ákærður fyrir hylmingu og vill saksóknari að allt féð verði gert upptækt. Ákæran verður þingfest í september en á mánudag verður tekist á um frystingu fjármunanna í Héraðsdómi Reykjavíkur.