Skýrsla á vegum rannsóknarnefndar Alþingis um starfsemi sparisjóðanna er ekki væntanleg fyrr en um mánaðamótin nóvember-desember, að því er fram kemur í Fréttablaðinu. Nefndin var skipuð í lok ágúst árið 2011 og átti verkið að taka níu mánuði.

Fréttablaðið segir þetta hafa komið fram á fundi formanns nefndarinnar, Hrannars Más S. Hafberg, með forsætisnefnd þingsins í síðustu viku. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir ljóst að verkefnið hafi verið töluvert meira um sig en gert var ráð fyrir í hupphafi. Nú sé farið að hilla undir lok verksins og hafi hann trú á að tímastningin nú geti staðist.