Slippstöðin á nú í fjárhagslegum erfiðleikum, en unnið er að lausn málsins og er þess vænst að jákvæð niðurstaða fáist úr þeirri vinnu. Þetta kom fram í tilkynningu stjórnenda fyrirtækisins í gær. Þar segir ennfremur að Slippstöðin hafi á undanförnum árum gengið í gegnum mikla fjárhagslega erfiðleika og því sé eiginfjárstaða fyrirtækisins veik segir í frétt Viðskiptablaðsins í dag.

Slippstöðin er því illa í stakk búin að standa af sér fjárhagsleg skakkaföll eins og þau sem fyrirtækið hefur orðið fyrir á fyrstu stigum umfangsmikils verks sem Slippstöðin hefur frá því sl. vor unnið að í Kárahnjúkavirkjun, en þar er um að ræða samsetningu á þrýstipípum í aðfallsgöngum virkjunarinnar. Slippstöðin vinnur einnig að öðru verki við Kárahnjúkavirkjun, sem felst í niðursetningu á vélbúnaði virkjunarinnar, og hefur það gengið vel.

Sjá nánar frétt í Viðskiptablaðinu í dag.