Í dag voru birtar tölur um pantanir á varanlegum neysluvörum sem og tölur um nýskráningar atvinnuleysis í Bandaríkjunum. Pantanir á varanlegum neysluvörum drógust saman um 1,6% og atvinnuleysi jókst.

Í Vegvísi Landsbanka Íslands segir að þessar tölur hafi komið verulega á óvart þar sem markaðsaðilar spáðu að meðaltali 1,5% aukningu í pöntunum á neysluvörum. Eins kom á óvart að nýskráningar atvinnuleysis voru 349.000 í síðustu viku og jukust um 13.000 á milli vikna. Þessar slæmu hagtölur höfðu þau áhrif að dollarinn lækkaði strax við opnun markaða gagnvart helstu myntum, að því er fram kemur í Vegvísi.