Viðskiptablaðið gaf í síðustu viku út sérblað í samstarfi við Creditinfo þar sem birtur er listi framúrskarandi fyrirtækja. Listinn hefur verið gefinn út af Creditinfo undanfarin ár, en frá því í fyrra hefur þeim fjölgað um 115 og eru nú 577 talsins.

Á listanum er að finna fjölbreytta flóru fyrirtækja sem starfa í mörgum mismunandi atvinnugreinum. Þar leynast líka margar áhugaverðar staðreyndir um fólkið sem stendur að baki þessum fyrirtækjum. Hér eru nokkrar:

  • 23 af framkvæmdastjórum heita Guðmundur en 3 af framkvæmdastjórum heita Bryndís
  • Hlutfallslega (miðað við íbúafjölda) búa flestir framkvæmdastjórar í Garðabæ en 1 af hverjum 191 íbúum í Garðabæ eru framkvæmdastjóri framúrskarandi fyrirtækis á móti 1 af hverjum 650 Reykvíkingum.
  • Flestir framkvæmdastjórar stórfyrirtækja eiga heima í Garðabæ eða 17 af 129 framkvæmdastjórum framúrskarandi stórfyrirtækja (13%).
  • Smáraflöt í Garðabæ er vinsælasta gatan fyrir framkvæmdastjóra til að eiga heima í en þar búa 4 framkvæmdastjórar framúrskarandi fyrirtækja.

Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .