Snörp lækkun varð á Wall Street í dag. Uppgjör stórfyrirtækja sem voru birt voru undir væntingum og hafði það auk verri horfum á alþjóðlegum mörkuðum áhrif til lækkunar.

Bréf Exxon olíurisans lækkuðum um 9,7% í dag í kjölfar þess að olíuverð lækkaði.

Nasdaq vísitalan lækkaði um 4,8% í dag. Dow Jones lækkaði um 5,7% og Standard & Poor´s lækkaði um 6,1% og hefur ekki verið lægri síðan í apríl 2003.

Olíuverð lækkaði um 8,1% í dag og kostar olíutunnan nú 66,4 Bandaríkjadali.