Sænska þingið samþykkti í gær fyrirhugaða sölu ríkisstjórnarinnar á eignahlut hins opinbera í sex stórum fyrirtækjum, meðal annars vínframleiðandanum sem framleiðir Absolut Vodka. Salan hlaut samþykki 149 þingmanna, en 121 greiddi atkvæði gegn sölunnni. Önnur fyrirtæki sem ríkisstjórnin hyggst selja hluti sína í eru fjarskiptafyrirtækið Tele Sonera, Nordea bankinn, OMX kauphöllinn, fasteignafélagið Vasakronan og Veðlánafyrirtækið SBAB. Markaðsvirði þessara eignahluta ríkissins fyrirtækjunum sex er talin nema ríflega 36 milljörðum Bandaríkjadala, sem stjórnvöld hyggjast nota til að greiða niður skuldir.