Franski fjárfestingabankinn Societe Generale mun kynna tvær skýrslur innan tíðar, sem munu fjalla um afbrot sem áttu sér stað hjá einum miðlara bankans. Tap bankans vegna misferlisins nemur um 4,9 milljörðum evra. Afleiðingin var sú að hagnaður bankans á síðasta ári dróst saman um 82% frá því árinu áður. Skýrslan er unnin af PricewaterhouseCoopers, en BBC greinir frá þessu í dag.

Jerome Kerviel, sem er miðlarinn sem um ræður, virðist mögulega hafa fengið einhverja aðstoð við afbrot sín. Jafnframt er talið að Kerviel hafi byrjað að stunda verðbréfaviðskipti utan valdheimilda á árinu 2005.

Skýrslan verður kynnt á hluthafafundi Societe Generale í næstu viku. Forstjóri bankans, Daniel Bouton, sagði af sér fyrr í þessum mánuði í þeim tilgangi að hjálpa bankanum að ná aftur fyrra orðspori.