Tækni- og sprotafyrirtækið Genki Instruments hafa safnað tæplega 2,2 milljónum króna á einum degi í gegnum hópfjármögnunarvefinn Indiegogo en Nútíminn greindi fyrst frá .

Genki þróaði Wave fingurhringinn sem er ætlaður tónlistarfólki og gerir því kleift að hafa áhrif á tónlistarsköpun og flutningí rauntíma.

Í viðtali við Viðskiptablaðið í október sagði Haraldur Hugosson, þróunarstjóri Genki Instruments Wave nema hreyfingar handarinnar, snúning og slátt. „að fylgir hugbúnaður með vörunni sem þú setur í tölvuna og þar ákveður þú algjörlega eftir eigin höfði hvaða hljóð eða skipanir hreyfingarnar ná til. Þannig er hægt að breyta hljóði eða setja af stað skipanir með hreyfingum á auðveldan hátt, en einnig eru þrír takkar á hringnum sem gera þér kleift að hafa smá stjórn á tækinu.“