Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Þórðarson seldu allan hlut sinn Skeljungi til sjóðs í rekstri Stefnis, dótturfélags Arion banka, fyrir 10 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Gengið var frá sölunni í vor og hafa bæðir nýir eigendur, sem eru lífeyrissjóir, fagfjárfestar og tryggingafélög, beðið eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Svanhildur Nanna segir í samtali við Morgunblaðið að eigendur Skeljungs hafi fengið þau skilaboð frá Samkeppniseftirlitinu að skoðuninni muni ljúka á allra næstu vikum.

Þá segir Morgunblaðið að Einar Örn Ólafsson verði áfram forstjóri Skeljungs eftir að fyrirtækið kemst í hendur nýrra eigenda. Einar á 3,5% hlut í Skeljungi.